„Það besta í ömurlegri stöðu“

Guðlaug L. Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Guðlaug L. Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair lýkur klukkan 12 í dag. „Við bíðum spennt eftir niðurstöðunni,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ.

Hún segist vera vongóð um að samningurinn verði samþykktur. „Þetta er kannski það besta í ömurlegri stöðu.“

Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum fyrir viku á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut. Hann er áþekkur þeim sem var undirritaður í síðasta mánuði en flugfreyjur felldu síðan í atkvæðagreiðslu með 72,65% greiddra atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka