170 flugfreyjur verða endurráðnar

Flugfreyjur ræða málinu fyrr í mánuðinum þegar nýr kjarasamningur var …
Flugfreyjur ræða málinu fyrr í mánuðinum þegar nýr kjarasamningur var kynntur. mbl.is/Arnþór

Um tvö hundruð flugfreyjur og -þjónar munu starfa hjá Icelandair í ágúst og september. Af þeim tæplega 900 flugfreyjum sem var sagt upp í lok apríl verða um 170 starfsmenn endurráðnir.

Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Fer það eftir starfsaldri, frammistöðu og þeim verkferlum sem unnið er eftir hjá Icelandair hvaða starfsmenn verða endurráðnir. 

Að september loknum verður ákveðið hvort fleiri flugfreyjur og -þjónar verða ráðin til starfa. Fer það allt eftir því hvernig málin þróast í fluginu, að sögn Ásdísar.

Fólk gengur frá borði úr flugvél Icelandair.
Fólk gengur frá borði úr flugvél Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka