Bílaapótek komið við Vesturlandsveg

Lyfsalinn hefur opnað bílaapótek við Vesturlandsveg.
Lyfsalinn hefur opnað bílaapótek við Vesturlandsveg.

Lyfsalinn hefur opnað nýtt apótek við hlið Orkunnar við Vesturlandsveg. Um er að ræða hefðbundið apótek en með fjórum bílalúgum, auk þess sem þeir sem það vilja geta komið inn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfsalanum.

Viðskiptavinir Lyfsalans geta nálgast þarna lyfin sín, eða aðrar vörur, frá kl. 10 á morgnana til 10 á kvöldin, alla daga vikunnar. Apótek Lyfsalans í Glæsibæ er áfram opið frá 8.30 til 18 virka daga.

Af þessu tilefni eru opnunartilboð í gangi, bæði í Glæsibæ og í bílaapótekinu til miðvikudagsins 29. júlí.

Þetta er annað bílaapótekið sem starfandi er á höfuðborgarsvæðinu en fyrir var Lyfjaval með slíka þjónustu við Hæðarsmára í Kópavogi, við Reykjanesbrautina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert