Hagnaður Byko nær milljarður

mbl.is/Arnar Þór

Hagnaður Byko ehf. jókst um ríflega 82 milljónir króna milli ára. Nam hagnaður ársins í fyrra rétt um 967 milljónum króna samanborið við 885 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2019, sem birtur var í gær.

Salan í fyrra jókst lítillega frá árinu áður og hljóp á rétt tæplega 20 milljörðum króna. Árið áður hafði vörusalan verið rétt um 19,2 milljarðar króna. Þá jókst kostnaðarverð seldra vara og laun sömuleiðis lítillega milli ára.

Alls námu eignir Byko í árslok tæplega sex milljörðum króna. Það er smávægileg lækkun frá árinu 2018. Þá var eigið fé fyrirtækisins nær 2,4 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins undir lok árs 2019 var 39,4%, en til samanburðar var sama hlutfall árið áður 34,9%.

Ljóst er að heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa talsverð áhrif á rekstur fyrirtækja á árinu 2020. Er Byko þar engin undantekning, en að því er segir í ársreikningi félagsins ríkir nú mikil óvissa um efnahagsleg áhrif vegna faraldursins, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert