MAST og Europol snúa bökum saman

Þorskur. Reglulega koma upp svindlmál með fisk en hann er …
Þorskur. Reglulega koma upp svindlmál með fisk en hann er gjarnan þyngdur mbl.is/Hari

Matvælastofnun (MAST) vinnur reglulega með Europol og fleirum að því að koma upp um svindl á matvælamarkaði. Síðasta verkefni sneri að haldlagningu 149 tonna af matarolíu frá Ítalíu en ekki var lagt hald á neitt hér.

Nú fylgist MAST með tilkynningum um svindl með hunang og er fyrirhugað í framhaldinu að fylgjast með svindli með fisk.

„Svindl með fisk er mikið atriði hjá okkur, bæði svindl með fisktegundir og líka það að ísing er sett á fiskinn og hann þyngdur með vatni. Við höfum kannað slíkt og það er gert reglulega,“ segir Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá MAST, í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert