Meta hvort breyta eigi almannavarnastigi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verið er að meta hvort breyta eigi almannavarnastigi vegna samfélagssmita sem komið hafa upp undanfarna daga. Hættustig er í gildi eins og stendur.

Þetta kom fram í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Þá er einnig til skoðunar að herða á samkomutakmörkunum. 500 mega nú koma saman en meðal þess sem skoðað verður er að fækka takmörkum á fjöldasamkomur aftur.

Það er enn á hugmyndastigi og ekki tímabært að ræða hvenær hertar samkomutakmarkanir gætu tekið gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert