Meiri áhrif erlendis af netverslun í samkomubanni

Þóranna K. Jónsdóttir.
Þóranna K. Jónsdóttir.

Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að erfitt sé að segja fyrir um langtímaáhrif hér á landi af uppgangi netverslunar í kórónuveirufaraldrinum.

Vegna samkomubanns jukust viðskipti við netverslanir umtalsvert á tímabilinu.

„Ég held að breytingin verði meiri víða erlendis þar sem samkomubannið stóð mun lengur,“ segir Þóranna. Hún segir að þar sem samkomubann hafi varað skemur hér á landi hafi landsmenn ekki haft eins langan tíma til að festa netverslun í sessi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert