Samráðshópur fundar um næstu skref

Í samráðshópi eru fulltrúar frá embætti landlæknis, sóttvarnalækni, almannavörnum, ríkislögreglustjóri …
Í samráðshópi eru fulltrúar frá embætti landlæknis, sóttvarnalækni, almannavörnum, ríkislögreglustjóri og fulltrúi stjórnvalda. Ljósmynd/Lögreglan

Samráðshópur sem í eru Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, fulltrúi almannavarna og fulltrúi stjórnvalda funda nú um næstu skref til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Eins og fram kom í gær fundaði hópurinn þangað til sex í gærkvöldi og þá var ákveðið að staðan yrði áfram metin þangað til frekari gögn bærust, þ.á m. niðurstöður sýna.

Ekki er ljóst hvenær fundinum, sem fer fram með fjarfundarbúnaði, lýkur en ef öll gögn liggja fyrir má búast við að einhverjar ákvarðanir verði teknar á honum hvað varðar framhaldið. Í gær kom fram að það kæmi til greina að minnka leyfilegan fjölda á samkomum og setja á tveggja metra reglu á nýjan leik, en hún hefur verið tilmæli um nokkurt skeið.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í samtali við mbl.is í gærkvöldi reikna með að samfélagslegar takmarkanir vegna kórónuveirunnar yrðu hertar. Til stendur að Íslensk erfðagreining fari að skima aftur til að finna hver er raunveruleg útbreiðsla hópsmitsins sem komið er upp. Hann sendi þó heilbrigðisyfirvöldum varnaðarorð: 

„Ef heil­brigðis­yf­ir­völd ákveða að breyta engu þrátt fyr­ir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert