Ferðum aflýst og grímur gerðar að skyldu

Ferðafélag Íslands sér um rekstur fjölmargra skála á hálendinu og …
Ferðafélag Íslands sér um rekstur fjölmargra skála á hálendinu og víðar, meðal annars þennan skála í Nýjadal.

Ferðafé­lag Íslands hef­ur ákveðið að af­lýsa öll­um ferðum á veg­um fé­lags­ins. Þá hef­ur fé­lagið ákveðið að gest­um í skál­um verði gert að bera and­lits­grím­ur, auk þess að gistipláss í skál­um hafa verið tak­mörkuð. 

Páll Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ferðum sem fara áttu fram á næst­unni, til 10. ág­úst, hafi verið af­lýst, en fram kom á blaðamanna­fundi stjórn­valda í dag að hert­ar aðgerðir inn­an­lands og á landa­mær­um vegna út­breiðslu kór­ónu­veiruf­ar­ald­urs­ins taki gildi á há­degi á morg­un. Tak­mörk­un á fjölda sem kem­ur sam­an miðast við 100 ein­stak­linga og tveggja metra regl­an verður skyld. Ná þess­ar nýju ráðstaf­an­ir til 13. ág­úst.

„Þeim ferðum er öll­um af­lýst og þátt­tak­end­um er end­ur­greitt 100%. Við af­lýs­um sem sagt ferðum til 10. ág­úst í von um að hægt verði að ná tök­um á út­breiðslunni og regl­urn­ar verði end­ur­skoðaðar, en þetta er tím­inn sem við gef­um okk­ur og end­ur­met­um stöðuna í lok næstu viku og end­ur­met­um stöðuna þá,“ seg­ir Páll. 

Þá seg­ir Páll að gist­i­rými í skál­um hafi verið tak­mörkuð veru­lega. 

„Við erum að tak­marka allt gistipláss um 50% eða meira og því er komið við strax með þess­um stutta fyr­ir­vara. Það hafa verið góðar sótt­varn­ir í skál­um og við erum að leggja enn meiri áherslu á það og svo bæta við notk­un á grím­um sem við erum að koma upp í alla skála á morg­un. Við út­veg­um sem sagt grím­urn­ar, en för­um kannski fram á það sem nem­ur kostnaðar­verði,“ seg­ir Páll. 

Páll seg­ir að FÍ hafi fundað síðustu daga og verið und­ir það búið að taka ákvörðun á borð við þessa. 

„Við vor­um búin að búa okk­ur und­ir þessa ákvörðun og vor­um til­bú­in að taka hana strax í kjöl­far til­mæla heil­brigðisráðherra,“ seg­ir Páll. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert