Grímuskylda í Strætó

Farþegum Strætó er nú skylt að bera grímu þegar stigið …
Farþegum Strætó er nú skylt að bera grímu þegar stigið er inn í vagninn. mbl.is/Sigurður Bogi

Allir farþegar Strætó verða nú að bera andlitsgrímu að sögn Jóhannesar Rúnarssonar, forstjóra Strætó. Vagnstjórar fá skýr tilmæli um að gæta þess að reglunum sé fylgt í hvívetna, annars verði farþegum vísað á dyr.

Nýjar sóttvarnareglur kveða á um skyldu til að bera andlitsgrímu, í þeim tilfellum sem ekki er unnt að fylgja tveggja metra reglunni í hvívetna. Taka þau tilmæli sérstaklega til samgangna. 

„Við förum bara eftir reglum yfirvalda og gerum ráð fyrir að viðskiptavinir geri það líka,“ segir Jóhannes. Almennar tilkynningar um grímuskyldu verða sendar út í gegnum Strætó-appið.

Óframkvæmanlegt að útvega farþegum grímur

Jóhannes segir óframkvæmanlegt að hafa grímur til staðar í strætisvögnum, þar sem fjöldi farþega bjóði ekki upp á slíkt.

Það skapast einnig ákveðin smithætta að hafa kassa með grímum, sem allir teygja sig í. Ég held það sé langbest að fólk komi með sínar eigin grímur,“ segir Jóhannes og bætir við að hann eigi ekki von á öðru en að akstur muni ganga vel í ljósi nýrra reglna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert