Hátt í 300 örnefni tengjast þrætum

Þrætu-örnefnin segja ýmislegt um erfiða lifnaðarhætti á árum áður.
Þrætu-örnefnin segja ýmislegt um erfiða lifnaðarhætti á árum áður. Ljósmynd/Emily Lethbridge

Á þriðja hundrað örnefni sem bera í sér forliðinn þrætu- hafa fundist við skráningu örnefnalýsinga hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Emily Lethbridge, rannsóknarlektor hjá stofnuninni, segir að örnefni séu lýsandi fyrir samfélagsleg og efnahagsleg viðhorf. Emily segir þó aðspurð að þrætu-örnefnin sýni ekki að Íslendingar hafi verið þrætugjarnir, fremur sýni þau hversu ómissandi landsins gæði voru fyrir fólk á fyrri tímum.

„Þau segja mest um gildi hvers strás, fólk vildi væntanlega ekki berjast heldur var lífið svo erfitt að fólk þurfti að passa vel upp á hvað það átti og hverju það hafði aðgang að.“

Þrætu-örnefnin er gjarnan að finna á landamerkjum eða nálægt þeim.

„Örnefnin benda til þess að oft hafi orðið deilur þar sem voru landskikar á milli landa og hvert hálmstrá var mikilvægt fyrir skepnur,“ segir Emily í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Emily Lethbridge
Emily Lethbridge Ljósmynd/JÓ
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert