Hinsegin dögum aflýst

Hinsegin dagar 2018.
Hinsegin dagar 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinsegin dagar í Reykjavík hafa verið blásnir af í ljósi nýrra kórónuveiruráðstafana. Skipulagðir fræðsluviðburðir og skemmtanir 4.-9. ágúst verða ekki haldnir og því síður gleðigangan sjálf.

Einhverjir viðburðir verða sendir út rafrænt á netinu og aðrir haldnir síðar á árinu. Upplýsingar um endurgreiðslu miða berast innan tíðar, segir í yfirlýsingu.

„Hinsegin dagar eru nauðsynlegir sem fyrr, til að vekja athygli á baráttu hinsegin fólks fyrir mannréttindum sínum og auka sýnileika þess í samfélaginu. Þótt skipulögð dagskrá falli nú niður munu Hinsegin dagar sjálfir aldrei líða undir lok. Við erum öll almannavarnir og þurfum að bregðast við af ábyrgð,“ segir í yfirlýsingunni.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert