Innipúkinn blásinn af

Innipúkinn mun ekki fara fram eins og til var ætlast, …
Innipúkinn mun ekki fara fram eins og til var ætlast, að sögn skipuleggjanda. Ljósmynd/Innipúkinn/Aníta Eldjárn

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður blásin af. Þetta staðfestir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum Innipúkans, í samtali við mbl.is.

„Þetta lítur illa út. Við erum bara að skoða málið, og það er ekki hægt að halda tónleikahátíð undir þessum reglum,“ segir Steinþór.

Í dag tilkynnti heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars verða fjöldatakmarkanir hertar svo ekki fleiri en 100 mega koma saman á einum stað.

„Við erum bara að fara í það núna að tala við alla aðila, og að sjá til þess að þetta verði gert rétt. Það er augljóst að hátíðin fer ekki fram eins og til var ætlast.“

Líklegt er að aðgerðir stjórnvalda muni hafa djúpstæð áhrif á hátíðarhald um land allt, en fjöldi viðburða var á dagskrá um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert