Lagður inn á spítala með COVID-19

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans.
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ljósmynd/Skjáskot

Einn hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19 en þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í samtali við mbl.is. Er þetta fyrsta innlögn á spítala vegna veirunnar síðan á vormánuðum.

„Þetta er breyting sem hefur það í för með sér að við þurfum aðeins að gíra okkur upp,“ segir Már og á þar við viðbragðsáætlun spítalans. Fundað verður á Landspítalanum í hádeginu og viðbúnaðarstig í framhaldinu hækkað yfir á hættustig.

Sjúklingurinn er á legudeild Landspítalans og segir Már að ástæða hafi verið til að leggja viðkomandi inn vegna veirunnar. Einkenni hans séu frekar að versna og það sé tilefni til innlagnar; að koma í veg fyrir með öllum ráðum að honum versni frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert