Skerpa á sýnatöku á landamærum

Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi í dag.
Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveiru að með hertum aðgerðum væri meðal annars verið að skerpa á sýnatöku á landamærum. Tvennt þurfi að laga; fólk þurfi að halda sig algjörlega til hlés í sólarhring eftir sýnatöku og einnig þurfi að virða heimkomusmitgát.

„Allir þurfa að virða þetta,“ sagði Alma þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í Safnahúsinu skömmu fyrir hádegi.

Frá og með hádeginu á morgun mega einungis 100 manns koma saman. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi en þar sem ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglu er grímuskylda.

Alma segir að í heimkomusmitgát gildi að fólk fari ekki á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu eru samankomnir. Ekki eigi að vera í samneyti við fólk í áhættuhópum, forðast faðmlög, handabönd og aðrar snertingar og vanda einstaklingsbundnar sóttvarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert