„Sprengja“ í áhuga landsmanna

Ferðamenn hafa margir hverjir lagt leið sína í Landmannalaugar.
Ferðamenn hafa margir hverjir lagt leið sína í Landmannalaugar. mbl.is/GSH

Töluverð umferð fólks hefur verið á vinsælum gönguleiðum á hálendinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir umferð um skála félagsins á hálendinu vera umfram þær spár sem settar voru fram.

„Það hefur verið bara nokkuð gott hjá okkur og almennt mikil umferð um skálana. Engu að síður erum við að horfa á samdrátt sem nemur allt að 50% af þeim fjölda sem var í fyrra,“ segir Páll og bætir við að Íslendingum á hálendinu hafi stórfjölgað.

„Við erum að sjá mun fleiri Íslendinga koma í skálana og lendum þannig kannski ekki eins illa í því og aðrir. Það hefur orðið ákveðin sprengja í útivistaráhuga landsmanna í sumar, það eru miklu fleiri að fara í ferðir og þar með fleiri sem fara í skálana,“ segir Páll.

Ferðafélag Íslands heldur úti skipulögðum ferðum undir leiðsögn fararstjóra, en flestir þátttakendur eru félagar í FÍ, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert