Vörur illa verðmerktar í íþróttavöruverslunum

Íþróttavörur eru ekki nægilega vel verðmerktar.
Íþróttavörur eru ekki nægilega vel verðmerktar.

Verðmerkingum í íþróttavöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu er ábótavant. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var á vegum Neytendastofu.

Alls var farið í 18 íþróttavöruverslanir nærri höfuðborginni. Athugasemdir voru gerðar við 16 verslanir, þar af átta varðandi bæði vefsíðu og verslun. Þá fengu fjórar verslanir athugasemd við verslun og aðrar fjórar við verðmerkingar á vefsíðu.

Að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur, forstjóra Neytendastofu, var ákveðið að gera úttektina í kjölfar ábendinga frá neytendum. „Við fáum heilmikið af ábendingum um verðmerkingar, hvort sem það er í matvöruverslunum, íþróttaverslunum eða annars staðar. Í þessum tilvikum vantaði bara verðmerkingar,“ segir Þórunn og bætir við að sumarstarfsmenn hafi framkvæmt úttektina. Aukinn mannafli gerði könnunina jafnframt mögulega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert