Gæti þýtt milljarða tekjutap

Ferðamenni í rigningu á Skólavörðustíg.
Ferðamenni í rigningu á Skólavörðustíg. mbl.is/Árni Sæberg

Vil­borg Helga Júlí­us­dótt­ir, hag­fræðing­ur Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir nú ólík­legra en áður að hingað komi 63 þúsund ferðamenn í ág­úst, líkt og Ferðamála­stofa spáði.

Vil­borg Helga seg­ir um mikla hags­muni að tefla enda geti gjald­eyris­tekj­ur af rúm­lega 60 þúsund er­lend­um ferðamönn­um numið um 11,5 millj­örðum króna.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, tek­ur í sama streng og áætl­ar að tekj­urn­ar af slík­um fjölda er­lendra ferðamanna í ág­úst gætu numið 15-16 millj­örðum. Af því leiði að helm­ings­fækk­un ferðamanna muni skerða tekj­urn­ar um allt að 8 millj­arða.

Vegna auk­inn­ar óvissu í efna­hags­mál­um sé ólík­legt að sami viðsnún­ing­ur verði í haust og eft­ir að sam­komu­banni var aflétt í maí.

Guðrún Þóra Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðumaður Rann­sókn­ar­miðstöðvar ferðamála, seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir séu lík­ur á gjaldþrota­hrinu fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu. Þannig geti önn­ur bylgja kór­ónu­veiru­smita reynst um­rædd­um fyr­ir­tækj­um of stór biti.

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður bank­ana farna að taka bíla og tæki upp í skuld­ir hjá ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka