Landsframleiðsla Bandaríkjanna og Þýskalands dróst skarplega saman á öðrum fjórðungi þessa árs, en stjórnvöld beggja ríkja greindu frá hagtölum fyrir tímabilið frá apríl til júní í gær.
Önnur ríki greindu einnig frá miklum samdrætti á ársfjórðungnum í gær, en hann er nær alfarið rakinn til kórónuveirunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Var samdrátturinn í Bandaríkjunum hinn versti frá upphafi mælinga þar í landi árið 1947, en landsframleiðslan þar var sögð hafa dregist saman um 32,9% frá sama fjórðungi í fyrra.