Varað við veðri

mbl.is/Brynjar Gauti

Slæm veðurspá er fyrir hluta landsins í dag og hefur Veðurstofan gefið út viðvaranir. Á Suður- og Suðausturlandi er spáð hvassri austan- og norðaustanátt. Búist er við snörpum vindi við fjöll, s.s. undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli, Reynisfjalli og Öræfajökli.

Þar geta skapast hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Á Austfjörðum er búist við talsverðri eða mikilli rigningu.

Það getur valdið auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum og sýna aðgát.

Verulega dregur úr veðri eftir því sem líður á eftirmiðdaginn, en búast má við strekkingsvindi og úrkomu suðaustanlands fram eftir nóttu og fram til morguns. Á morgun er helst útlit fyrir bjartviðri og þurrk á Norður- og Norðausturlandi, en svalt og vætusamt á Vestfjörðum.

Útlit er fyrir hæglætisveður á höfuðborgarsvæðinu, skúraleiðingum og ágætishita. Á sunnudag stefnir í hægar breytilegar áttir á landinu, víða þungbúið og úrkoma um nær allt land. Svipað er í kortunum fyrir mánudag. Allt útlit er því fyrir erfitt ferðaveður í dag en heimkoman á mánudag verður öllu betri og bjartari a.m.k hvað veður varðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert