HÍ reiðubúinn ef grípa þarf til fjarkennslu í haust vegna veiru

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

„Við erum alveg búin undir það að þessar takmarkanir geti leitt til þess að í það minnsta hluti kennslunnar fari aftur á netið,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið spurður um það hvort hertar aðgerðir sem tilkynntar voru á fimmtudag vegna útbreiðslu kórónuveiru hérlendis muni hafa áhrif á kennslu í HÍ í haust.

„Við munum liggja yfir þessu næstu vikur í framhaldinu og komast að niðurstöðu. Við höfum sóttvarnir og velferð nemenda að leiðarljósi,“ segir Jón Atli.

Neyðarstjórn HÍ hefur ekki komið saman vegna hertra aðgerða en Jón Atli kveðst búast við því að fundað verði mjög fljótlega. Á síðustu önn var öllum byggingum háskólanna lokað um nokkurt skeið vegna veirunnar. Jón Atli segir að ef þess þurfi muni kennsla aftur verða færð úr byggingum HÍ og yfir á netið. „Þetta einfaldlega fer allt eftir því hvernig ástandið verður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert