Unnu skemmdarverk á skrúðgarði

Búið var að fleygja verkfærum og plöntum í vatnið.
Búið var að fleygja verkfærum og plöntum í vatnið. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Ófögur sjón blasti við starfsmönnum garðyrkjudeildar Akraneskaupstaðar þegar þeir mættu til vinnu í fyrradag. Unnin höfðu verið skemmdarverk í skrúðgarði bæjarins sem staðsettur er við Suðurgötu. Frá þessu var greint á vef Akraneskaupstaðar.

Miklar endurbætur höfðu átt sér stað í garðinum fyrr um sumarið þar sem gosbrunnur var endurgerður, listaverki komið fyrir og plöntur gróðursettar. Mikil ánægja hafði ríkt með lagfæringarnar en garðurinn nýtur talsverðra vinsælda meðal bæjarbúa.

Nú hafa umræddar lagfærðingar hins vegar verið eyðilagðar. Þegar starfsmenn garðyrkjudeildar komu að garðinum var búið að rífa upp helming plantnanna sem gróðursettar voru í kringum gosbrunninn og lágu þær ofan í vatninu ásamt grjóti úr steinalögn í kringum beðið, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert