Eðlilega hefur verið reiði í samfélaginu vegna þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirunnar, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns.
Umræða um smitskömm hefur verið uppi en enginn ætlar sér að veikjast eða smitast, að sögn Víðis. „Sökudólgurinn er veiran,“ sagði hann á blaðamannafundi og bætti við að baráttan standi yfir við hana. Hún megi ekki standa á milli okkar.
„Handþvottur og sprittun gilda núna sem aldrei fyrr,“ bætti hann við.