4 sjúkraflutningar tengdir COVID-19

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk þennan sjúkrabíl fyrir skömmu. Næsta kynslóð sjúkrabíla …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk þennan sjúkrabíl fyrir skömmu. Næsta kynslóð sjúkrabíla sem slökkviliðið tekur í notkun verður einnig gul.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 74 verkefnum á sjúkrabílum síðasta sólarhringinn, þar af fjórum vegna COVID-19. Alls voru forgangsverkefnin 23 talsins. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var nóttin fremur róleg miðað við að það er verslunarmannahelgi og hertar aðgerðir vegna nýrra COVID-19-smita í samfélaginu. 

Ráðstafanir hafa verið hertar hjá slökkviliðinu og bera starfsmenn þess grímur í öllum útköllum. Nýr sjúkrabíll embættisins hefur vakið töluverða athygli. Enda er nýjung að vera með gula sjúkrabíla á Íslandi en það hefur tíðkast víða annars staðar í Evrópu.

Dælubílarnir fóru í fjögur verkefni. Þar á meðal vegna elds í bíl, bilunar í brunakerfi og umferðarslyss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert