Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nægu að snúast það sem af er degi þar sem farið hefur verið í sjö sjúkraflutninga tengda COVID-19 frá því í morgun. Á kvöld- og næturvaktinni voru slík verkefni fjögur talsins.
Hver flutningur þar sem talið er að mögulega sé um COVID-19-smit sé að ræða tekur langan tíma og auk þess þarf að þrífa sjúkrabílinn hátt og lágt eftir hvern flutning. Alls hefur SHS farið í 25 sjúkraflutninga það sem af er dagvaktinni en rólegt hefur verið á dælubílum.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar er á leið til Reykjavíkur með sjúkling af Ströndum á Landspítalann.