Hús íslenskunnar tekur á sig mynd

Sporöskjulaga form byggingarinnar er farið að sýna sig.
Sporöskjulaga form byggingarinnar er farið að sýna sig. mbl.is/Árni Sæberg

Ágætur gangur hefur verið í framkvæmdum við Hús íslenskunnar að undanförnu og er húsið nú farið að taka á sig mynd.

Sporöskjulaga form byggingarinnar er farið að sýna sig og heil hæð hefur bæst við síðan í vor. Langur vegur er síðan framkvæmdin gekk undir nafninu hola íslenskra fræða.

Framkvæmdir hófust í lok sumars í fyrra en Húsi íslenskunnar er ætlað að vera fullbyggt haustið 2023. Þá verður starfsemi Árnastofnunar og íslenskudeildar Háskóla Íslands flutt í bygginguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert