Mikið lánað til bílakaupa

Mikið var lánað til kaupa á notuðum bílum.
Mikið var lánað til kaupa á notuðum bílum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lán til bíla- og tækjakaupa einstaklinga námu nærri 1,2 milljörðum króna hjá Landsbankanum í júnímánuði og hafa aldrei numið hærri upphæð.

Vekur slíkt athygli í ljósi þess að á tímabilinu var bylgja heimsfaraldurs kórónuveiru nýyfirstaðin. Aðspurður segir Arnbjörn M. Rafnsson, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Landsbankans, að ástæðurnar þar að baki séu margþættir. Þó megi rekja aukninguna að mestu til uppsafnaðrar eftirspurnar sem skapaðist í kjölfar faraldursins.

„Við fundum fyrir miklum samdrætti í apríl og svo aftur í maí. Hins vegar tók þetta aðeins við sér um miðjan maímánuð og því skýrist aukningin að hluta af tilfærslu. Fólk hélt að sér höndum á þessum tíma,“ segir Arnbjörn, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu dag.

Lán til bíla- og tækjakaupa í júlímánuði voru ekki síður mikil og námu þá rétt um 1.008 milljónum króna. Er skýringin þar að baki mikil aukning í sölu notaðra bifreiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert