Nýr hjólastígur á Eiðsgranda

Í fyrrahaust var lagður nýr hjólastígur frá bæjarmörkum Seltjarnarness til …
Í fyrrahaust var lagður nýr hjólastígur frá bæjarmörkum Seltjarnarness til móts við Boðagranda. Nú verður haldið áfram með verkið. mbl.is/sisi

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna hjólastígs á Eiðsgranda.

Framkvæmdin felst í gerð áframhaldandi hjólastígs og tengingar við núverandi hjólastíg á móts við Boðagranda og tengingu við núverandi göngustíg við hringtorg á mótum Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Þegar verkinu lýkur, sem væntanlega verður seinna í haust, verður búið að aðskilja umferð hjólandi og gangandi meðfram Eiðsgranda öllum. Þessi leið er afar vinsæl göngu- og hjólreiðaleið.

Alls bárust sex tilboð í verkið og átti Urð og grjót ehf. lægsta boð, 36,5 milljónir króna. Var það 65% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 55,8 milljónir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert