Sama undirtegund náð að dreifa sér víða

„Það er alveg rétt að þetta er samfélagssmit, þetta er …
„Það er alveg rétt að þetta er samfélagssmit, þetta er sama veiran, við erum búin að sýna fram á það. Hvort hún kallast hópsmit eða samfélagssmit, mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu en það er vissulega rétt að hún er dreifð um landið,“ segir Þórólfur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir aðspurður að það sé áhyggju­efni að kór­ónu­veir­an hafi á nýj­an leik náð að dreifa sér til allra lands­fjórðunga. Í dag greindi mbl.is frá því að fyrsta smit veirunn­ar í ann­arri bylgju far­ald­urs­ins hér­lend­is hefði greinst á Aust­ur­landi í gær. 

„Það er áhuga­vert að sjá að þessi sama und­ir­teg­und af veirunni hafi náð að dreifa sér mjög víða og skýt­ur upp koll­in­um víða, oft er ekki hægt að sjá nein tengsl á milli smitaðra ein­stak­linga,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is. 

Enn er á huldu hvernig sú und­ir­teg­und sem nú hef­ur breitt úr sér um allt land barst til lands­ins. 

Sam­fé­lags­smit

Þórólf­ur seg­ir skýr­ing­ar á því að und­ir­teg­und­in hafi náð að dreifa sér mjög víða og á milli ótengdra ein­stak­linga. 

„Það nátt­úru­lega skýrist af því að [veir­an] er oft ein­kenna­lít­il og ein­kenna­laus og þannig get­ur hún dreifst á milli. Það er bara það sem er viðbúið af þess­ari veiru.“

Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag sagði Þórólf­ur rétt að um sam­fé­lags­smit væri að ræða, það skipti þó ekki öllu hvort rætt væri um hópsmit, eins og hann hef­ur helst kosið að kalla það, eða sam­fé­lags­smit. 

„Mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu en það er vissu­lega rétt að hún er dreifð um landið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert