Þurfa að vísa fólki frá jarðböðunum

Færri komast að en vilja í jarðböðunum á Mývatni. Sökum …
Færri komast að en vilja í jarðböðunum á Mývatni. Sökum fjöldatakmarkana og tveggja metra reglu er nú hægt að taka á móti 400 manns á dag.

Jarðböðin á Mývatni hafa getað tekið á móti rétt um fjórðungi þeirra sem vilja koma. Er fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglu þar um að kenna, en mikil ásókn hefur verið í jarðböðin síðustu vikur.

Að sögn Guðmundar Þórs Birgissonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur eftirspurnin verið vonum framar.

„Þetta er betra en menn þorðu að vona þannig að við erum mjög ánægð. Við höfum þó þurft að takmarka framboðið hjá okkur vegna sóttvarnareglna sem hefur takmarkað þann fjölda sem hingað getur komið. Við erum að taka á móti kannski 25% þess fjölda sem annars væri að koma, en það er bara ánægja og gleði með að geta haft opið,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag, en rétt um 400 manns koma í jarðböðin á degi hverjum.

Fyrr í júlímánuði var sá fjöldi rétt um 1.600 á dag og því er ljóst að fyrirtækið verður fyrir umtalsverðu höggi sökum framangreindra reglna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert