Veltan hjá MS 2% minni en í fyrra

Ari Edwald.
Ari Edwald. mbl.is/Árni Sæberg

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir veltuna það sem af er ári vera um 2% minni en í fyrra. Vegna kórónuveirufaraldursins hafi sala á fyrirtækjamarkaði dregist saman um tugi prósenta.

Samdrátturinn á þeim vettvangi hafi verið um 30% í maí en salan síðan aukist.

Í umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag segir Ari aukna veltu á smásölumarkaði hafa vegið upp samdráttinn á fyrirtækjamarkaði. Hins vegar kalli smásalan á meiri umbúðanotkun, ásamt því sem verð á aðdráttum, eins og umbúðum, hafi hækkað þegar krónan gaf eftir.

Ari segir arðsemina af rekstri MS óviðunandi til lengdar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert