Auglýsa eftir fólki vegna annríkis

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísa í miðbænum.
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísa í miðbænum. mbl.is/Árni Sæberg

Verktakafyrirtækið ÞG Verk leitar nú starfskrafta í ýmis verkefni. Það er þvert á þróunina hjá mörgum fyrirtækjum á Íslandi þessi dægrin.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir áformað að ráða um 20 starfsmenn. Til samanburðar starfi nú um 200 manns hjá félaginu.

„Við erum að leita að mönnum og þurfum aðallega smiði en einnig reynda tæknimenn við verkefnastjórnun. Ástæðan er ágæt verkefnastaða. Það er svo mikið í gangi. Við erum með stór verkefni, bæði útboðsverk og eigin verk,“ segir Þorvaldur og nefnir uppbyggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans og uppbyggingu hótels á Landssímareitnum. Þá megi nefna stór íbúðaverkefni í Vogabyggð í Reykjavík og Urriðaholti í Garðabæ. Þessi verkefni séu mannfrek og gangi vel.

Að sögn Þorvaldar er nú um helmingur verkefna félagsins í verktöku en hinn helmingurinn eigin verk. Veiran hafi haft lítil áhrif á félagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert