Nú þegar er byrjað að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili en aðalmálið er að takmarka umferð þangað og minnka áhættuna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Önnu Birnu Jensdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Sóltúns, á upplýsingafundi almannavarna.
Anna sagði að lagt væri til að ekki fleiri en einn ættingi heimsæki íbúa hjúkrunarheimilis á degi hverjum. Hjá sumum heimilum er reglan sú að aðeins einn má heimsækja íbúa.
Hún sagði að þegar í heimsókn kæmi yrði að fara rakleitt inn í herbergi íbúa og þegar þangað kæmi yrði að gera allt sem hægt væri til að halda tveggja metra reglunni.
ítrekað er að fólki komi ekki í heimsókn ef það er í sóttkví, einangrun eða er að bíða niðurstöðu úr sýnatöku.
Þá þurfa allir að bíða í tvær vikur með að koma á hjúkrunarheimili eftir dvöl erlendis, starfsmenn og ættingjar. Þá skiptir ekki máli hvert landið er, sagði Anna.