Kostnaður við landamæraskimun liggur víða

Sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Kostnaður við landamæraskimun liggur víða, að því er fram kemur í skriflegu svari Páls Þórhallssonar, verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu, við fyrirspurn mbl.is.

„Hér er m.a. um að ræða kostnað heilsugæslunnar um allt land við sýnatökur og sýnatökusett, flutningskostnað vegna sýna og kostnað hjá Landspítalanum (og framan af hjá Íslenskri erfðagreiningu) við greiningu sýna“, segir í svari Páls. 

Gjaldið stendur ekki undir kostnaði

Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman nýlega og því er ekki mögulegt að segja til um það hversu hár hann sé. 

„Þá hefur orðið til kostnaður hjá Isavia við að koma upp sýnatökuaðstöðu og hjá landlækni við þróun tölvubúnaðar. Þá er ótalinn ýmiss kostnaður hjá landamæralögreglu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra“, segir ennfremur í svari Páls. 

Eins og áður hefur komið fram stendur gjald sem tekið er fyrir skimun, 9.000 ef greitt er fyrirfram og 11.000 ef greitt er fyrir skimun við komuna til landsins, ekki undir þeim kostnaði sem af skimuninni hlýst. Skimun á landamærunum var tekin upp 15. júní síðastliðinn en hún var gjaldfrjáls fram til 1. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert