Ný sjónarhorn í Stuðlagili

00:00
00:00

Það er ekki að ósekju að Stuðlagil er orðið að ein­um vin­sæl­asta áfangastaði ferðamanna sem eiga leið um Aust­ur­land. Blágrænt vatnið í Jöklu og 30 metra hátt stuðlabergið gera staðinn al­ger­lega ein­stak­an en ekki síður að stutt er síðan yf­ir­borð vatns­ins lækkaði um 7-8 metra vegna gerðar Kára­hnjúka­stíflu. 

Líkt og að því er virðist all­ir aðrir Íslend­ing­ar hef ég nýtt sum­arið í að skoða landið og óhætt er að segja að heim­sókn­in í Stuðlagil hafi verið einn af hápunkt­um ferðar­inn­ar. Í mynd­skeiðinu má sjá afrakst­ur heim­sókn­ar­inn­ar en á svæðinu standa nú yfir fram­kvæmd­ir sem munu bæta aðgengi og þá verður einnig sett upp sal­ern­isaðstaða. Dag­lega leggja um 500 manns leið sína að gil­inu og skyldi eng­an undra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert