17 kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring, 13 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjögur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fjögur smit greindust við landamærin en mótefnamælingar er beðið hjá einum.
Þetta kemur fram á covid.is. Jafn mörg smit hafa ekki greinst á einum degi hér á landi síðan 9. apríl en þá greindust 27 smit.
759 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, 318 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 1.924 á landamærunum.
109 eru í einangrun með virk smit og 914 eru í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi.