31 brot á sóttvarnareglum

2 Metrar. Sóttvarnareglur kveða á um tveggja metra fjarlægð á …
2 Metrar. Sóttvarnareglur kveða á um tveggja metra fjarlægð á milli fólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

31 mál hefur komið inn á borð lögreglu það sem af er ári vegna brota á sóttvarnareglum. Ellefu hafa fengið sekt fyrir slík brot samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Ríkissaksóknari gaf út fyrirmæli um sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna COVID-19 í lok mars. Þau voru send öllum lögreglustjórum á landinu.

Að meginstefnu til byggjast fyrirmæli ríkissaksóknara á því að sektum verði beitt vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim. Sektarfjárhæðir fara eftir alvöru hvers brots.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert