Bið eftir afgreiðslu lána

Vaxtalækkanir hafa örvað fasteignamarkaðinn í ár.
Vaxtalækkanir hafa örvað fasteignamarkaðinn í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna mikillar eftirspurnar eftir nýjum íbúðalánum og endurfjármögnun íbúðalána geta viðskiptavinir bankanna þurft að bíða allt að átta vikur eftir afgreiðslu lánanna.

Vaxtalækkanir Seðlabankans skýra eftirspurn eftir endurfjármögnun en vextir íbúðalána eru nú í sögulegu lágmarki á Íslandi.

Landsbankinn hefur undanfarnar vikur afgreitt allt að þrefalt fleiri umsóknir um íbúðalán en á sama tímabili í fyrra. Vegna anna hefur bankinn ráðið þrefalt fleira sumarstarfsfólk í lánaumsjón en áður fyrir skjalavinnslu og útgreiðslu lána.

Þrjár vikur hjá sýslumanni

Biðin eftir afgreiðslu lána hjá Íslandsbanka er heldur lengri en á sama tíma í fyrra. Þannig tekur að jafnaði átta vikur að endurfjármagna lán og þar af um þrjár vikur að fá lánum þinglýst hjá sýslumanni.

Álagið hjá starfsfólki Arion banka er líka meira en í fyrrasumar en alls getur tekið sjö vikur að ljúka endurfjármögnun íbúðalána. Vinna við að útfæra greiðsluhlé vegna kórónuveirufaraldursins á þátt í álaginu. Þá er mikil ásókn í bílalán, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert