„Fólk er allt of þétt saman“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

„Stýri­hóp­ur verk­efn­is fundaði í morg­un og fór yfir þessa stöðu sem okk­ur þykja ákveðin tíðindi,“ seg­ir Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn. 17 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands síðasta sól­ar­hring en um er að ræða flestu til­fell­in á sól­ar­hring í „seinni bylgj­unni“ og hafa ekki fleiri smit greinst á ein­um degi frá 9. apríl.

Víðir seg­ir að á fundi morg­uns­ins hafi verið rætt hvort herða ætti aðgerðir og farið hafi verið yfir til­felli sem greinst hafa und­an­farna daga. „Við sjá­um að það er ekki í neinu til­felli þar sem ná­lægt 100 manns á ein­um stað tengj­ast þess­um mál­um. Því höf­um við ekki séð sér­staka ástæðu til að fækka þeim sem koma sam­an,“ seg­ir Víðir en sam­kvæmt hert­um regl­um sem tóku gildi fyr­ir viku mega að há­marki 100 manns koma sam­an.

„Aft­ur á móti virðast öll þessi smit eiga það sam­eig­in­legt að fólk hafi ekki virt tveggja metra regl­una. Það eru nokkuð marg­ir hóp­ar í þess­um rúm­lega 100 sem eru í ein­angr­un,“ seg­ir Víðir.

Hann seg­ir að staðfest til­felli í gær séu mörg hver frá fólki sem fór ansi víða um síðustu helgi; versl­un­ar­manna­helg­ina og hitti marga. Hóp­ur­inn sem al­manna­varn­ir ræða við og er í, eða á leið í, sótt­kví er ansi stór.

Ekk­ert verið að spá í tveggja metra regl­unni

Spurður hvort hann telji að fólk hafi ekki tekið hert­ar aðgerðir nógu al­var­lega seg­ir Víðir að svo virðist vera.

„Við erum búin að sjá fullt af mynd­um frá síðustu helgi og vik­unni þar sem fólk er að koma sam­an sem er ekk­ert með mik­il tengsl og er að skemmta sér. Þar er ekk­ert verið að spá í ein­hverja tveggja metra reglu.“

Þrátt fyr­ir býsna mörg smit og áhyggj­ur af stöðunni vill Víðir ekki loka ein­hverj­um stöðum enn sem komið er, líkt og gert var í vor í fyrstu bylgj­unni. 

„Við vilj­um frek­ar taka stöðuna með að herða umræðuna, sjá hvort við fáum ekki viðbrögð við þessu. Smit­leiðin er fyrst og fremst að fólk er allt of þétt sam­an og er ekki að virða tvo metr­ana,“ seg­ir Víðir og ít­rek­ar að þetta snú­ist allt um þess­ar per­sónu­bundnu sótt­varn­ir.

Kannski þurf­um við að herða á aðgerðum til að fá fólk til að taka þetta meira al­var­lega. Það virðist að fólk sé ekk­ert að taka þetta til sín þó við séum að tala um hert­ar aðgerðir. Við erum kom­in með eldri ein­stak­linga með smit og þá erum við kom­in inn í þessa viðkvæmu hópa sem við ætl­um að verja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert