Hannaði strætisvagn til heiðurs transfólki

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður samtakanna Trans Íslands, stendur við …
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður samtakanna Trans Íslands, stendur við strætisvagninn. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni Hinsegin daga 2020 hefur Strætó bs. látið hanna strætisvagn tileinkaðan transfólki á Íslandi og réttindabaráttu þess. Þrátt fyrir að Gleðigangan og fleiri viðburðir hafi verið blásnir af í ár þá er haldið upp á Hinsegin daga í netheimum og með hátíðardagskrá á RÚV.

Strætó vildi leggja sitt af mörkum til að halda í gleðina og fagna fjölbreytileikanum á tímum heimsfaraldurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs.

Þema Hinsegin daga í ár er „Stolt í hverju skrefi“ og var þemað tileinkað 20 ára afmæli gleðigöngunnar og þeim skrefum sem tekin hafa verið í átt að bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi.

„Réttindabarátta transfólks hefur verið áberandi á síðastliðnum árum og nýjasta framfaraskrefið á Íslandi voru lög um kynrænt sjálfræði. Okkur fannst því viðeigandi að Reykjavík Pride-vagninn í ár sé tileinkaður transfólki á Íslandi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í tilkynningunni.

„Sýnileiki transfólks og hinsegin fólks er mikilvægari nú sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að Ísland sé komið tiltölulega framarlega í réttindabaráttunni miðað við sum önnur lönd þá fyrirfinnast enn þá fordómar og mismunun á íslensku samfélagi á flestum sviðum þjóðfélagsins,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður samtakanna Trans Íslands, og bætir við:

„Baráttunni er því hvergi nærri lokið. Það er því frábært að sjá svona jákvæð og skýr skilaboð frá Strætó um trans fólk og réttindabaráttu okkar og fögnum við þessu frábæra og sýnilega frumkvæði.“

Ljósmynd/Aðsend
Sæborg Ninja.
Sæborg Ninja. Ljósmynd/Aðsend
Svanhvít Ada.
Svanhvít Ada. Ljósmynd/Aðsend
Elías Breki.
Elías Breki. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert