Hefja framkvæmdir við nýtt íþróttahús

Vonir eru bundnar við að framkvæmdum verði lokið áður en …
Vonir eru bundnar við að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf á Reyðafirði hefst að nýju í ágústmánuði. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að þær muni standa yfir næstu tvær vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Seint á síðasta ári var greint frá því að sveitarfélagið hygðist ekki halda áfram að reka Rafveitu Reyðarfjarðar. Í kjölfarið var gengið frá sölu til RARIK og Orkusölunnar fyrir 570 milljónir króna.

Er umrædd fjárhæð nýtt til að byggja upp íþróttamannvirki í bænum, en vonir eru bundnar við að það muni nýtast börnum og iðkendum íþróttafélaga á svæðinu. Rafveitan hafði áður skilað um 15 milljónum króna árlega til samfélagsins en viðbúið var að rekstrarkostnaðurinn myndi aukast.

Stefnt er að því að vinnu við jarðvegsframkvæmdir ljúki síðar í ágústmánuði. Miða áætlanir við að þeim verði lokið áður en skólastarf hefst að nýju. Vinnusvæðið hefur verið girt af til að koma í veg fyrir hugsanleg slys á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert