Mjaldrarnir komnir til Klettsvíkur

Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít eru loks komnar í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þangað voru þær fluttar í dag og gekk flutningurinn afar vel, að sögn Au­d­rey Padgett, fram­kvæmda­stjóra Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Pláss er fyrir átta mjaldra í viðbót á griðasvæði Litlu-Gráar og Litlu-Hvítar. 

„Litla hvít og litla grá eru nú öruggar í Klettsvík og teymi frá okkur fylgist með þeim í nótt til þess að ganga úr skugga um að þeim líði vel,“ segir Audrey í samtali við mbl.is. 

Mjöldrunum líður vel í nýjum heimkynnum sínum, að sögn Audrey. 

„Ég held að þær verði hamingjusamar þarna. Þarna fá þær að vera í mikilli nálægð við náttúruna og fá meira pláss. Svo er líka pláss fyrir fleiri mjaldra á griðasvæðinu.“

Spurð hvort von sé á fleiri mjöldrum segir Audrey:

„Við einbeitum okkur núna að Litlu-Hvít og Litlu-Grá en það komast allt að átta mjaldrar í viðbót fyrir á griðasvæðinu,“ segir Audrey.

Stór hópur fólks kom að flutningi mjaldranna.
Stór hópur fólks kom að flutningi mjaldranna. mbl.is/Óskar P. Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert