Þrjú sáttamál bættust við

Þrjú sáttamál bættust á borð ríkissáttasemjara í júlímánuði og eru nú fjórtán kjaradeilur til sáttameðferðar hjá embættinu.

Í nýliðnum mánuði vísaði Verkfræðingafélag Íslands kjaradeilu félagsins við Landsnet vegna tæknifólks til ríkissáttasemjara til meðferðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hópur stéttarfélaga starfsmanna sem vinna í álverinu í Straumsvík, það er að segja VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands fyrir hönd FÍR og FRV, FIT, VR og Hlíf vísuðu öll kjaradeilu sinni við Rio Tinto í Straumsvík til sáttameðferðar í júlí. Þá vísaði VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna vegna félagsmanna er starfa hjá Hafrannsóknastofnun deilu við fjármála- og efnahagsráðherra til sáttasemjara skv. frétt á vefsíðu embættisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert