Vilja frekari rök fyrir röskun á hrauni

Skjálfandafljót.
Skjálfandafljót. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun á hrauni og telur að ítarlegri rökstuðningur þurfi að liggja fyrir áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmdum við Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti.

Fyrirtækið Einbúavirkjun ehf. hefur áform um að reisa 9,8 MW rennslisvirkjun í landi jarðanna Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.

Í matinu segir að fyrirhugaðar framkvæmdir muni raska eldhrauni sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd sem túlkað sé til brýnna almenningshagsmuna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert