Microbar skellir í lás

Microbar er staðsettur á Vesturgötu rétt við Ingólfstorg og við …
Microbar er staðsettur á Vesturgötu rétt við Ingólfstorg og við hliðina á Sæta svíninu. Ljósmynd/Microbar

Microbar í miðbænum er lokaður um óákveðinn tíma og á Facebook þakkar fyrirtækið velunnurum sínum samfylgdina frá 1. júní 2012. Má ætla að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis fyrir skemmti- og veitingastaði vegna samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirunnar.

Í viðtali við mbl.is í maí sagði eigandi staðarins, Árni Hafstað, að mjög hart hefði verið í ári, einkum þá, þegar vínveitingastaðir eins og hans máttu ekki vera með opið á meðan veitingastaðir máttu það. Ástandið mun síst hafa batnað síðan þá þó að júní og júlí hafi reynst sæmilegir sumum rekstraraðilum í þessum geira. 

Árni Hafstað eigandi Microbar.
Árni Hafstað eigandi Microbar. Eggert Jóhannesson

Önnur bylgja veirunnar sem hófst í seinni hluta júlímánaðar hefur síðan enn og aftur orðið til þess að margir hafa þurft að draga saman seglin eða loka alfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert