Einstakur hundrað metra hár foss

Dynjandi er án vafa einn tilkomumesti foss landsins en hann er um 100 metra hár og stendur við Arnarfjörð á Vestfjörðum. Efst er hann um 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst og þeir sem leggja leið sína í Arnarfjörðinn finna líklega vel fyrir smæð sinni gagnvart náttúruöflunum þegar gengið er upp að fossinum.

Flestir sem heimsækja Vestfirði kíkja á Dynjanda og skella í sjálfu en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fossinn frá ýmsum sjónarhornum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert