Fimm daga skoðun í heimahús

Allra nýfæddra barna verður nú vitjað í heimahús af ljósmóður …
Allra nýfæddra barna verður nú vitjað í heimahús af ljósmóður til þess að minnka smithættu á Landsspítala. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Svokölluð fimm daga skoðun nýbura mun nú fara fram í heimahúsum en ekki á Landsspítala til að minnka smithættu á spítalanum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans en samningi milli sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra um vitjanaþjónustu var breytt tímabundið svo hægt væri að koma þessu fyrirkomulagi á.

Fram kemur í tilkynningunni að „vakthafandi nýburalæknir mun styðja við þessa þjónustu í gegnum síma eftir því sem þörf er á.“

Gildir þessi samningsbreyting til 19. ágúst næstkomandi en breytinguna má framlengja á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir.

Tilkynningu Landsspítalans má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert