Talsverðir vatnavextir á Suðurlandi

Mikið vatn rann um Kerlingardalsá.
Mikið vatn rann um Kerlingardalsá. mbl.is/Jónas Erlendsson

Úrkoma síðustu daga varð til þess að há vatnsstaða varð í mörgum ám og lækjum allt frá sunnanverðum Vestfjörðum austur að Suðausturlandi, þar með talið sunnanvert Hálendið. Þá voru vatnavextir svo miklir að Krossá varð ófær.

Jónas Erlendsson í Fagradal, fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is, sagði í gærkvöldi að margfalt meira væri í Kerlingardalsá við Kea Hótel Kötlu en venjulega. Sagði hann vatnið greinilegt leysingavatn, enda gruggugt. Taldi hann þó ekki mikla hættu á að vatn færi yfir nærliggjandi vegi.

Þegar Jónas var á ferðinni í gærkvöldi örlítið austar við þjóðveg 1, nálægt brúnni yfir Múlakvísl, hafði áin farið yfir vegslóða sem liggur frá þjóðveginum upp meðfram ánni og Háafelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert