Aukinn fjöldi umsókna

mbl.is/ Hari

Svo virðist sem talsverður fjöldi barnafjölskyldna sem búsettar eru erlendis ætli að dvelja á Íslandi í vetur. Fjölgun hefur verið á nemendum í grunnskólum vegna heimfluttra Íslendinga, en einnig útlendinga sem af ýmsum ástæðum vilja dvelja hér yfir veturinn.

Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann ekki geta tekið við fleiri nemendum. „Það er allt orðið fullt hjá okkur. Þetta er mikið í alþjóðadeildinni okkar en líka hjá fólki sem er íslenskt sem ætlar kannski að koma heim í ár og börnin geta þá æft sig í íslenskunni,“ segir Ingibjörg.

„Þetta eru ekki einhverjir tugir manns en þetta er samt þannig að við tökum eftir þessu,“ segir Ingibjörg. Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri Alþjóðaskólans á Íslandi, segist sömuleiðis hafa tekið eftir fjölgun umsókna. „Við finnum þessar þreifingar. Það er meira um þetta en oft áður,“ segir Hanna í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert