Brúnar tunnur í Hamrahverfið

Brúnar tunnur verða komnar í Hamrahverfið í haust.
Brúnar tunnur verða komnar í Hamrahverfið í haust.

Undirbúningur er hafinn á sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi í Hamrahverfi í Grafarvogi. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar um sérsöfnun á lífrænum eldhússúrgangi og endurvinnslu á honum.

Brúnt 140 lítra sorpílát bætist því við öll hús í Hamrahverfi í haust en stærð þeirra er sambærileg við spartunnu, segir í frétt frá borginni. Einnig verður litlu söfnunaríláti til að nota í eldhúsi dreift til allra heimila sem og maíspokum til að nota fyrstu vikurnar. Fyrirhugað er að byrjað verði að safna úrgangi úr tunnunum fyrir lok september.

Sérsöfnun á lífrænum úrgangi hefur staðið yfir á Kjalarnesi frá því síðastliðið haust, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert